Vélin, Logo

félag véla-, iðnaðar- og efnaverkfræðinema

Gólfmót FV

Skrifað af Ásgeir Barkarson | 06 Oct 2015

Góðan daginn!

Nú geta allir golfarar glaðst, en á föstudaginn 9. október verður haldið golfmót FV!!

Við fengum Bakkakotsvöll, 9 holu völlur, líkt og í fyrra og reyndist hann okkur mjög vel, tiltölulega stuttur en skemmtilegur völlur. Í fyrra komust færri að en vildu svo ég mæli með að skrá ykkur sem fyrst. Það er hægt að skrá sig sem einstaklingur og vera þá paraður saman með einhverjum öðrum eða skrá sig tveir og tveir saman sem lið. Færri komast að en vilja en við getum einungis boðið upp á golf fyrir 36 manns.

Fyrirkomulagið er Texas scramble, það er tveir saman í liði og notast við betra höggið hverju sinni. Hvert lið fær rútu af litlum bjórum en fyrir hvern drukkinn bjór dregst eitt högg af heildarhöggfjölda (hámark 10 högg). Við höfum völlinn út af fyrir okkur á milli 12:30-15:30 og rúta flytur okkur fram og til baka. Verð: 4900 kr á mann, en innifalið í því er vallargjald, rúta til og frá golfvelli og síðast en alls ekki síst, bjór fyrir keppendur.

Hvert lið má hafa með sér caddy til að hjálpa til með bjórinn, þeir þurfa þó að borga 1000kr upp í rútu+bjór skráning er á emailið effvaff@gmail.com, en fram skal koma fullt nafn á liðsmönnum og nemendafélag þeirra (þurfa ekki að vera úr sama nemendafélagi). OPIÐ ER FYRIR SKRÁNINGU!! Fyrstu 36 komast að, gogogo!!!