Vélin, Logo

félag véla-, iðnaðar- og efnaverkfræðinema

ÚTILEGA FV

Skrifað af Júlía Arnardóttir | 13 Jul 2015

Kæru samnemendur! 

Nú fer senn að líða að hápunkti sumarsins, ÚTILEGU FV
Til stendur að sameinast við fallegan foss í Rangárþingi eystra, nánar tiltekið á tjaldsvæðinu Hamragörðum við Seljalandsfoss
Fögnuðurinn mun hefjast á slaginu 16:00, laugardaginn 18. júlí og standa þangað til allur bjórinn verður búinn, tjöldin fokin og sunnudagssólin farin að kítla rjóðar kinnar.

Það eina sem þú þarft að koma með er bjór og góða skapið, tjald, eitthvað gott á grillið og tjaldstóll ef þú vilt gera extra vel við þig! 
Það verða að sjálfsögðu hinir ýmsu leikir og keppnir í boði fyrir þá sem ætla virkilega að lyfta sér upp. 
Greiðsluupplýsingar geturu nálgast í gegnum þitt nemendafélag og kosta herlegheitin litlar 2000 kr á manninn. 
Svo eru auðvitað allir velkomnir með, bff, kæró, mamma, pabbi, amma, afi, og er sama kónga verð fyrir þau.

Í stuttu máli sagt; Útilega FV, Seljalandsfoss, 18. júlí, kl. 16:00, 2000 kr, bjór, tjald, grill, sól.

Endilega smellið á linkin hér fyrir neðan til að skrá ykkur. Ekki gleyma að borga fyrir laugardaginn 

https://docs.google.com/forms/d/1qZb4SrMu8x59FpyIGy1b4P2GAs3sYEfALYXXGhkXsYY/viewform