Vélin, Logo

félag véla-, iðnaðar- og efnaverkfræðinema

Að loknum aðalfundi

Skrifað af Júlía Arnardóttir | 16 Apr 2016

Aðalfundur Vélarinnar var haldinn í gærkvöldi á Seltjarnarnesinu og 65 vélmenni mættu áður en fundur var settur. Einungis þeir sem mæta áður en fundur er settur hafa rétt á framboði og kosningarétt. Fundarstjóri var Atli Páll Helgason, formaður Vélarinnar starfsárið 2014-2015.

Niðurstöður fundarins

Formaður: Steinunn Steinþórsdóttir
Gjaldkeri: Stefanía María Kristinsdóttir
Skemmtanastjóri: Einar Bjarni Hermannsson
Ritari: Kristjana Björk Barðdal
Kynningarfulltrúi: Ásdís Vídalín Kristjánsdóttir
Varamaður: Eva Linda Gunnarsdóttir
Alþjóðafulltrúi 2. árs nema: Sylvía Ósk Hermannsdóttir
Alþjóðafulltrúi 3. árs nema: Kristján Theodór Sigurðsson
Trúnaðarkvennmaður: Hörn Heiðarsdóttir
Trúnaðarmaður: Jakob Þór Eiríksson
Formaður undirbúningsnefndar um Hönnunarkeppnina: Sigurþór Árni Þorleifsson
Íþróttafulltrúi: Jónas Guðmundsson
Endurskoðandi: Steinn Arnar Kjartansson

Eins og sést verður þetta algjör stelpustjórn, en það er vel hugsanlegt að þetta sé hæsta hlutfall kvenna í stjórn Vélarinnar í sögu félagsins! Ég býst við því að þær muni fara í smá rannsóknavinnu komast að því við fyrsta tækifæri, því þá er um sögulegan atburð að ræða ;)

Til hamingju nýju stjórnarmeðlimir, varamaður og fulltrúar nefnda! Gangi ykkur vél <3
Ég býst ekki við öðru en að þessi stjórn muni standa sig þrusuvel og næsta árs Vélmenni mega heldur betur hlakka til komandi skólaárs!

Þetta verður síðasti pistillinn sem ég mun skrifa hingað inn og þetta eru því smá tímamót fyrir mig. 
En þá er þessu verkefni bara lokið og ég er ekki lengur formaður Vélarinnar. Þetta er búið að vera ótrúlega krefjandi en samt svo fáránlega skemmtilegt ár og mig langar bara að þakka öllu frábæra fólkinu í Vélinni, sem gerir þetta starf skemmtilegt, kærlega fyrir að vera frábært!

Takk fyrir mig heart
Ykkar Júlía Arnardóttir, fyrrverandi formaður Vélarinnar