Vélin, Logo

félag véla-, iðnaðar- og efnaverkfræðinema

Aðalfundur á föstudaginn!

Skrifað af Júlía Arnardóttir | 12 Apr 2016

Á föstudaginn er aðal kvöldið, aðalfundur Vélarinnar!!

Kosið verður til nýrrar stjórnar, lögunum breytt og fulltrúar valdir í fjöldann allan af nefndum.

Á meðan á fundinum stendur yfir verður boðið upp á BJÓR + GREVENS + PIZZU en að honum loknum opnar nýkjörin stjórn glæsilegan bar með FRÍU áfengi í boði Vélarinnar!!!

~~~~~~~~~~~~

Dagskrá fundarins skv. núverandi lögum er eftirfarandi:

 1. Skýrsla stjórnar.
 2. Stjórnin leggur fram endurskoðaða reikninga félagsins.
 3. Umræður um skýrslur og reikninga.
 4. Lagabreytingar.
 5. Kosning stjórnar fyrir næsta starfsár.
 6. Kosning varamanns í stjórn.
 7. Kosning fulltrúa í IAESTE nefnd - {tveir fulltrúar}.
 8. Kosning í hagsmunaráð - {tveir fulltrúar}.
 9. Kosning formanns undirbúiningsnefndar um Hönnunarkeppni félagsins.
 10. Kosning íþróttafulltrúa.
 11. Kosning endurskoðanda.
 12. Önnur mál.
 13. Hin nýkjörna stjórn tekur formlega við völdum.

~~~~~~~~~~~

Meðal embætta sem kosið verður í eru:

Formaður sem boðar til stjórnarfunda og stýrir þeim. Hann skal hafa oddaatkvæði á stjórnarfundum. Formaður er jafnframt formaður hagsmunaráðs og skal vera fulltrúi félagsins í Félagi Verkfræðinema. Formaður er jafnframt fulltrúi nemenda í véla-, efna og iðnaðarverkfræði á deildar- og fræðasviðsfundum ásamt því að sitja í stjórn Náttverks.

Gjaldkeri sem sér um öll fjármál félagsins, og situr deildarráðsfundi hafi stúdentar rétt til fleiri en þriggja fulltrúa. Hann er jafnframt varaformaður Vélarinnar og gjaldkeri Félags verkfræðinema 3. hvert ár [ekki í ár, Naglarnir eru næstir].

Skemmtanastjóri sem skal auka tengsl félagsmanna með skoðunarferðum og öðrum viðburðum.

Ritari sem skrifar fundagerðir og varðveitir þær og ber ábyrgð á allri útgáfu félagsins þ.m.t. vefsíðu félagsins.

Varamaður skal vera fulltrúi Vélarinnar í árshátíðarnefnd FV.

~~~~~~~~~~~

Við hvetjum alla til að kynna sér lagabreytingatillögurnar fyrir fundinn
Fleiri búnir að lesa --> Styttri tími í lagabreytingar --> Barinn opnar fyrr