Vélin, Logo

félag véla-, iðnaðar- og efnaverkfræðinema

Síðasta vísó skólaársins

Skrifað af Júlía Arnardóttir | 31 Mar 2016

Jæja. Þá er komið að því.
Farið verður í síðustu vísindaferð þessa skólaárs núna á föstudaginn, 1. apríl.
Þetta verður tilfinningaþrungin vísó þar sem hún verður sú síðasta sem margir útskrifarnemar munu fara í á ævinni!! Þannig að ef þið nýrri vélmennin sjáið eldra vélmenni sitja niðurdregið úti í horni er um að gera að fara, klappa því á öxlina og segja að það komi fleiri fríir bjórar í lífinu.

Góðmenninn í Annata hafa ákveðið að bjóða okkur til sín, en Annata er virkilega spennandi alþjóðlegt fyrirtæki sem sérhæfir sig í tæknilegum lausnum

Verða ekki allir tilbúnir að skráningatakkanum kl. 12:50 ?!?!?!