Vélin, Logo

félag véla-, iðnaðar- og efnaverkfræðinema

Skíðaferðin

Skrifað af Anna Rut Arnardóttir | 11 Jan 2016

Nú fer að líða að einum af hápukntum vetrarins, skíðaferðinni sjálfri.
Margir eru byrjaðir að skerpa á skíðunum og vaxa brettin enda ekki seinna vænna þar sem að aðeins rétt rúmur mánuður er til stefnu.
Ferðin verður farin helgina 12.-14. febrúar og norska langtímaspáin er að spá brakandi fersku, fisléttu púðri í brekkunum. 
Helstu brugghús Norðurlands eru einnig farin að undirbúa sig undir komu okkar enda er þessi tími með þeim annasömustu hjá þeim. 

Nánari upplýsingar koma inn þegar nær dregur, en þangað til látum við þetta duga...