Vélin, Logo

félag véla-, iðnaðar- og efnaverkfræðinema

Söngtextar Vélarinnar

Skrifað af Hilmar Steinn Gunnarsson | 30 Oct 2015

 

Ferðalok

Er völlur grær og vetur flýr

og vermir sólin grund

kem ég heim og hitti þig.

Verð hjá þér alla stund.

 

Við byggjum saman bæ í sveit

sem blasir móti sól

Þar ungu lífi landið mitt

mun ljá og veita skjól.

 

Sól slær sifri á voga

sjáðu jökulinn loga

Allt er bjart fyrir okkur tveim

Því ég er kominn heim.

 

Að ferðalokum finn ég þig

sem mér fagnar höndum tveim

Ég er kominn heim

já ég er kominn heim.

 

“Gufusoðni kötturinn”

Ég átti eitt sinn kött sem að gufaði upp
já hann hvarf bara svona einn daginn
Ég vissi aldrei alveg hvað af honum varð
en ég  sé hann aldrei ganga um bæinn.
 

Og svo gufaði hann upp og svo gufaði hann upp

og svo gufaði hann upp og ég sé hann aldrei meir
Dudurududu dudu dudurududu dudu
 

Hann átti aldrei trefil, hann átti aldrei skó
en hann gaf því alls engar gætur
Hann vafði skýi um hálsinn og skelli - skellihló
og gantaðis úti allar nætur
 

Og svo gufaði hann...

Dudurududu dudu dudurududu dudu

 

Danska lagið

Manstu fyrir langa löngu?

Við sátum saman í skólastofu.

Ég dáði þig en þú tókst ekki eftir mér,

ekki frekar en ég væri krækiber.

 

Þú varst alltaf best í dönsku.

Það fyllti hinar stelpurnar vonsku

þegar kennarinn kallaði á þig til sín

og lét þig syngja á dönsku fyrir okkur hin.

 

  Ó, ég mun aldrei gleyma

  hve fallega þú söngst, þú söngst:

  Der bor en bager på Norregade.

  Han bager kringler og julakage.

  Han bager store, han bager små.

  Han bager nogle med sukkar på.

  Og i hans vindu’er sukkersage

  og heste-, grise- og peberkagerþ

  Og har du penge så kan du få,

  men had du ingen så kan du gå

 

Og svo mörgum árum seinna,

þá lágu leiðir okkar beggja

til útlanda, þar sem fórum við í háskóla.

Við lærðum söng og héldum saman tónleika.

 

Og eina stjörnubjarta kvöldstund,

ég kraup á kné, ó, hve létt var þín hönd.

Þú sagðir já, kysstir mig og nú erum við hjón

og eigum littla Gunnu og lítinn Jón.

 

  En ég mun aldrei gleyma

  hve fallega þú söngst, þú söngst:

  Der bor en bager….

 

Rómeó og Júlía

Uppi í risinu sérðu lítið ljós

heit hjörtu, fölnuð rós.

Matarleifar, bogin skeið

undan oddinum samviskan sveið.

 

Þau trúðu á draumamyrkrið svalt

draumarnir tilbáðu þau.

Fingurnir gældu við stálið kalt

lífsvökvann dælan saug.

 

Draumarnir langir runnu í eitt

dofin þau fylgdu með

sprautan varð lífið, með henni gátu breytt

því sem átti eftir að ske.

 

Uppi í risinu lágu og ófu sinn vef

óttann þræddu upp á þráð.

Ekkert gat skeð því það var ekkert ef

ef vel var að gáð.

 

  Hittust á laun, léku í friði og ró,

  í skugganum sat Talía.

  Hvítir hestar drógu vagninn með Rómeó,

  við hlið hans sat Júlía.

 

  Trúðu á draumamyrkrið svalt

  draumarnir tilbáðu þau.

  Rómeó - Júlía

  Rómeó - Júlía.

 

Þegar kaldir vindar haustsins blása

naprir um göturnar,

sérðu Júlíu standa, bjóða sig hása

í von um líf í æðarnar.

 

Því Rómeó villtist inn á annað svið

hans hlutverk gekk ekki þar.

Of stór skammtur stytti þá bið

inni á klósetti á óþekktum bar.

 

  Hittust á laun , léku í friði ...

 

Rómeó og Júlía

Uppi í risinu sérðu lítið ljós

heit hjörtu, fölnuð rós.

Matarleifar, bogin skeið

undan oddinum samviskan sveið.

 

Þau trúðu á draumamyrkrið svalt

draumarnir tilbáðu þau.

Fingurnir gældu við stálið kalt

lífsvökvann dælan saug.

 

Draumarnir langir runnu í eitt

dofin þau fylgdu með

sprautan varð lífið, með henni gátu breytt

því sem átti eftir að ske.

 

Uppi í risinu lágu og ófu sinn vef

óttann þræddu upp á þráð.

Ekkert gat skeð því það var ekkert ef

ef vel var að gáð.

 

  Hittust á laun, léku í friði og ró,

  í skugganum sat Talía.

  Hvítir hestar drógu vagninn með Rómeó,

  við hlið hans sat Júlía.

 

  Trúðu á draumamyrkrið svalt

  draumarnir tilbáðu þau.

  Rómeó - Júlía

  Rómeó - Júlía.

 

Þegar kaldir vindar haustsins blása

naprir um göturnar,

sérðu Júlíu standa, bjóða sig hása

í von um líf í æðarnar.

 

Því Rómeó villtist inn á annað svið

hans hlutverk gekk ekki þar.

Of stór skammtur stytti þá bið

inni á klósetti á óþekktum bar.

 

  Hittust á laun , léku í friði ...