Vélin, Logo

félag véla-, iðnaðar- og efnaverkfræðinema

VELKOMIN Í SKÓLANN!!!

Skrifað af Júlía Arnardóttir | 24 Aug 2015

TIL HAMINGJU MEÐ NÝJU GLÆSILEGU VEFSÍÐUNA YKKAR!!


 

 

Mig langar að bjóða ykkur öll hjartanlega velkomin til starfa og tilkynna ykkur að nú fer stuðið sko heldur betur að byrja!

 

 

Skráning í Vélina (besta nemendafélag í heimi) er hafin og verðið er 6000 kr ef greitt er fyrir 4. september, en hækkar eftir það upp í 6500 kr. Því er um að gera að drífa í þessu sem allra fyrst!!

Fyrir þá sem geta bara verið aðra önnina vegna skiptináms fá 50% afslátt af nemendafélagsgjöldunum og er velkomið að skemmta sér í hálft ár með okkur á 3000 kr.

Til þess að skrá ykkur þarf að greiða inn á reikning Vélarinnar OG senda kvittun á velin2015@gmail.com.

rkn.: 0311-26-003952
og
kt.: 500589-1089

Þessi síða er alveg glæný og það er enþá verið að pússa hana til fyrir okkur. Þannig að þá má búast við smávæginlegum göllum. Þannig að ef þið takið eftir einhverju skrítnu, endilega látið okkur vita og við reddum því.

Líka þar sem þetta er alveg ný síða þá þurftum við að setja upp alla notendur aftur og það náðist því miður ekki að taka lykilorðin með hingað. Þannig að allir ættu að hafa fengið sent email á HÍ-mailið sitt þar sem hægt er að fá nýtt lykilorð :)

Kæru nýnemar!
Þið ættuð flest að vera skráð í kerfið, en ef svo er ekki megið þið senda okkur emailið ykkar og því verður kippt í lag á stundinni.

Til þess að skrá ykkur inn á síðuna notið þið HÍ-notendanafnið ykkar sem notendanafn (ef netfangið er vel1@hi.is þá er notendanafnið vel1).

Ef það er eitthvað vesen með skráninguna þá hafið þið bara samband við okkur!

Það geta allir fengið aðgang að síðunni en ekki verður hægt að skrá sig í vísó nema eftir að hafa greitt gjöldin. Fyrsta vísó er undantekning vegna stutts fyrirvara ;)

Við minnum svo á stuð föstudagsins!!
Þá verður nýnemapartý fyrir nýnemana og vísó í Verkfræðingafélagið fyrir eldri nemendur :D :D :D

WHOOP WHOOP WHOOOOOOP